Leikfélag Hveragerðis var stofnað 23. febrúar 1947. Félagið er eitt elsta starfandi áhugaleikfélag landsins og hefur starfað óslitið frá upphafi. Á þessu tímabili hefur leikfélagið sett upp á annað hundrað leikrit og revíur ásamt fjölda skemmtikvölda. Helsta markmið félagsins er að vinna að eflingu leiklistar í Hveragerði með því að taka til sýningar innlend og erlend leikrit eftir því sem föng eru á.